Vefurinn varð til í tilefni af því 100 ár eru liðin frá Kötlugosi. Finna má ljósmyndir og umfjöllun um Kötlugosið 1918.
Hér er líka efni sem tengist þeim eldgosum sem hafa orðið síðustu 100 ár og hafa haft mikil áhrif á líf fólks og náttúru í Skaftárhreppi og nágrenni.
Stuttmynd byggð á viðtölum við heimamenn í Skaftárhreppi. Fólkið segir sögur af Kötlugosi 1918 og eigin upplifun af eldgosum. Eyjafjallajökull sendi ösku austur vorið 2010 og ári síðar varð gífurlegt öskugos í Grímsvötnum. Jökulflóð hafa tekið brýrnar og lokað hringveginum og alltaf er von á gosi. En Skaftfellingar halda ró sinni.
Faðir þeirra fann að Katla var að koma.
Þær hafa reynslu af öskufalli
segir sögu Bjarna í Hörgsdal
og hvernig myrkrið var í maí 2011
segir frá Rönku sem upplifði þrisvar Kötlugos
og frá öskufalli í miðjum sauðburði
segir frá gamla fólkinu í Mýrdalnum
og eigin upplifun af Grímsvatnagosinu
segir fram ömmu og afa í Kötlugosinu
sem hún skilur betur eftir vorið 2011
segir frá afa á Rauðabergi
og myrkrinu sem fylgir öskufalli
segir frá hvernig afrétturinn leit út 1918
og fleiru um náttúruhamfarir
segir sögu móður sinnar frá 1918
og rekur spá Krukks
Viðtal við Lárus Siggeirson og Hilmar Gunnarson.
Nemendur í 5. - 10. bekk Kirkjubæjarskóla á Síðu, kennarar þeirra, sjálfboðaliðar sem tóku upp viðtöl, Andreia Andrade klippti og leiðbeindi við gerð myndbanda, Hörður Þórhallsson og Þorsteinn Roy Jóhannsson gerðu stuttmyndina, Albert Pacznick samdi tónlist og Nick Dawes hannaði vefinn.
Vefurinn er fullur af fróðleik og myndefni og markmið að bæta inn meiru. Þeir sem vilja leggja til efni á vefinn, hvort sem það eru frásagnir, ljósmyndir, myndbönd eða greinar, eru beðnir að hafa samband við Lilju Magnúsdóttur, sem er ábyrgðarmaður vefsins og verkefnisstjóri.
Lilja Magnúsdóttir, verkefnisstjóri